Andlitsgelskrúbbur

Inniheldur tvær tegundir af náttúrulegum skrúbbum

5.299 kr. m. vsk

Andlitsgelskrúbburinn hentar flestum húðgerðum og inniheldur tvær tegundir af náttúrulegum skrúbbum. Annars vegar Jojoba perlum sem fjarlægja dauðar húðfrumur og hins vegar ensím sem virkar einstaklega vel til að hreinsa svitaholur. Innihaldsefnin eru vandlega valin saman til að valda sem minnstri ertingu húðarinnar. Útkoman er slétt, hrein, frískleg og heilbrigð húð.

Stærð: 100ml

Húðvörur AK Pure Skin eru unisex. Vörulína AK Pure Skin er 100% þróuð og framleidd á Íslandi með hreinu íslensku vatni.

Til að hámarka árangur mælum við með eftirfarandi notkunarleiðbeiningum:

 • Berið á þurra og hreina húð.
 • Pumpið 1-2 sinnum á fingurgóma.
 • Nuddið með hringlaga hreyfingum þar til Jojoba perlurnar leysast upp og áferðin verður stöm. Varist að fara of nálægt augnsvæðinu.
 • Látið skrúbbinn liggja á í 3-5 mínútur.
 • Skolið af með volgu vatni.
 • Notist 1-2 sinnum í viku.
 • Forðist snertingu við augu.
 • Aðeins til ytri notkunar.
 • Geymið þar sem börn ná ekki til.
 • Ekki nota á erta húð.
 • Geymist best þar sem hiti fer ekki yfir 30°C.

Framleiðsla á vörunum fer fram hjá Pharmarctica á Grenivík undir GMP framleiðslustöðlum.

Aqua (Pure Icelandic Water), Glycerin (vegetable), Hydrogenated jojoba oil, Butylene glycol, Glucosamine HCL, Laminaria digitata extract, Panthenol, Saccharomyces cerevisiae extract, Cucumis sativus (cucumber) fruit extract, Urea, Bacillus ferment, Helianthus annuus (sunflower) seed oil, Mentha piperita (peppermint) oil, Tocopherol, Sorbitan caprylate, Xanthan gum, Propylene glycol, Pantolactone, Carbomer, Phenoxyethanol, Potassium sorbate, Sodium benzoate, Sodium hydroxide

INNIHELDUR EKKI: Parabens, PEG, SLS/SLES, Silicones, Alcohol, Petroleum, Nano Particles and Prohibited Materials.

EKKI PRÓFAÐ Á DÝRUM

Íslenska

Enska

Veldu gjaldmiðil