Notkun

Andlitsbrúnkuvatn

 • Skrúbba andlitið kvöldi fyrir notkun (ekki nauðsynlegt)
 • Hristið flöskuna fyrir notkun.
 • Berið á þurra og hreina húð.
 • Notið dropateljarann til að draga upp viðeigandi magn.
 • Nota hreinar hendurnar til að dreifa andlitsbrúnkuvatninu jafnt yfir andlitið. Gæta þess að blanda vel við hárlínuna, niður hálsinn og enda á strokum niður að viðbeini.
 • Þvoið hendurnar vel eftir notkun.
 • Til að viðhalda jöfnum lit og ferskum ljóma er æskilegt að nota 2-3 sinnum í viku eða oftar ef þörf er á.

Andlitsgelskrúbbur 

 • Berið á þurra og hreina húð.
 • Pumpið 1-2 sinnum á fingurgóma.
 • Nuddið með hringlaga hreyfingum þar til Jojoba perlurnar leysast upp og áferðin verður stöm. Varist að fara of nálægt augnsvæðinu.
 • Látið skrúbbinn liggja á í 3-5 mínútur.
 • Skolið af með volgu vatni.
 • Notist 1-2 sinnum í viku.

Andlitsgelmaski

 • Berið á þurra og hreina húð.
 • Varist að fara of nálægt augnsvæðinu.
 • Pumpið 1-2 sinnum á hreina fingurgóma.
 • Látið maskann liggja á í 15-30 mínútur.
 • Skolið af með volgu vatni.
 • Má nota 2-3 sinnum í viku.
 • Gott er að geyma maskann í kæliskáp fyrir frískandi og kælandi áhrif.

Líkamsskrúbbur

 • Berið skrúbbinn á þurra húð.
 • Nuddið allan líkamann vel með léttum þrýstingi og hringlaga hreyfingum til að virkja efnin í skrúbbnum.
 • Látið skrúbbinn liggja á í 3-5 mínútur.
 • Skolið af með volgu vatni og þurrkið húðina mjúklega.
 • Notist einu sinni í viku.
 • Skrúbburinn geymist best þar sem hiti fer ekki yfir 30°C og gott er að passa að vatn fari ekki ofan í dolluna.

Raka serum

 • Berið á þurra og hreina húð.
 • Nota dropateljarann til að draga upp viðeigandi magn.
 • Dreifið serum með hreinum höndunum yfir andlitið og niður hálsinn.
 • Notið rakaserum daglega jafnt kvölds sem morgna.

Olíu serum

 • Berið á þurra og hreina húð.
 • Nota dropateljarann til að draga upp viðeigandi magn.
 • Dreifið serum með hreinum höndunum yfir andlitið og niður hálsinn.
 • Notið serum daglega, við mælum með á kvöldin fyrir svefn.
Veldu gjaldmiðil