
ATVINNA
Erum við að leita að þér?
AK Pure Skin óskar eftir drífandi einstakling í fullt starf. AK Pure Skin var stofnað árið 2019 og selur íslenskar húðvörur. Við opnuðum verslun við Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík í júní á síðasta ári með því markmiðið að tengjast viðskiptavinum enn betur og miðla okkar ástríðu fyrir húðumhirðu.
Við leitum eftir ábyrgri manneskju sem getur unnið sjálfstætt og er til í að ganga í öll verk með bros á vör. Það er einnig mikilvægt að hafa góða skipulags hæfileika þegar kemur að því að halda utan um vörurnar og verslunina. Starfsfólk AK Pure Skin vinnur náið með eigendum og við leggjum mikinn metnað í að veita frábæra, persónulega og faglega þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita viðskiptavinum persónulega og faglega þjónustu.
- Liðsinna viðskiptavinum um val á húðumhirðu og húðvörum.
- Samskipti við söluaðila
- Áfyllingar og frágangur á vörum í verslun, lager og hjá söluaðilum.
- Vinna í vefverslun og á samfélagsmiðlum.
- Svara almennum tölvupóstum.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af verslunar- og/eða þjónustustörfum er kostur.
- Áhugi á húðumhirðu.
- Rík þjónustulund og sölu gleði
- Jákvæðni, metnaður og framtakssemi
- Almenn tölvukunnátta
- Samfélagsmiðlakunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Vera reyk/veiplaus
Aldurstakmark 25 ára. | Greitt er samkvæmt launataxta VR. | Umsóknarfrestur er til 25. mars 2023.
Umsókn ásamt ýtarlegri ferilskrá og kynningarbréfi skal senda á tölvupóstfangið akpureskin@akpureskin.is
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóstfangið admin@akpureskin.is