Andlitsbrúnkuvatnið inniheldur tvö virk efni sem veita húðinni náttúrulegan sólarlit auk rakagefandi innihaldsefna á borð við beta-glúkan (e. beta-glucan) og náttúrulega þörungablöndu (e. marine biomass) sem róa, veita raka og næra húðina. Andlitsbrúnkuvatnið getur dregið úr fínum línum og skilur húðina eftir með sólarljóma.
Stærð: 50ml
Húðvörur AK Pure Skin eru unisex. Vörulína AK Pure Skin er 100% þróuð og framleidd á Íslandi með hreinu íslensku vatni.
Til að hámarka árangur mælum við með eftirfarandi notkunarleiðbeiningum:
- Skrúbba andlitið kvöldi fyrir notkun (ekki nauðsynlegt)
- Berið á þurra og hreina húð.
- Notið dropateljarann til að draga upp viðeigandi magn.
- Nota hreinar hendurnar til að dreifa andlitsbrúnkuvatninu jafnt yfir andlitið. Gæta þess að blanda vel við hárlínuna, niður hálsinn og enda á strokum niður að viðbeini.
- Þvoið hendurnar vel eftir notkun.
- Til að viðhalda jöfnum lit og ferskum ljóma er æskilegt að nota 2-3 sinnum í viku eða oftar ef þörf er á.
- Forðist snertingu við augu.
- Aðeins til ytri notkunar.
- Geymið þar sem börn ná ekki til.
- Ekki nota á erta húð.
- Hristið flöskuna fyrir notkun.
- Geymist best þar sem hiti fer ekki yfir 30°C.
Framleiðsla á vörunum fer fram hjá Pharmarctica á Grenivík undir GMP framleiðslustöðlum.
Aqua (Pure Icelandic Water), Dihydroxyacetone, Glycerin (vegetable), Erythrulose, Panthenol, Sodium hyaluronate, Calendula officinalis flower extract, Aloe barbadensis leaf juice, Beta-glucan, Plankton extract, Glyceryl caprylate, Citrus limon (lemon) fruit oil, Caprylyl/Capryl glucoside, Citric acid, Potassium sorbate, Phenoxyethanol, Sodium cocoyl glutamate, Pantolactone, Polyglyceryl-6 oleate, Sodium benzoate, Sodium surfactin, Limonene, Citral, Geraniol.
INNIHELDUR EKKI: Parabens, PEG, SLS/SLES, Silicones, Alcohol, Petroleum, Nano Particles and Prohibited Materials.
EKKI PRÓFAÐ Á DÝRUM