Af hverju við elskum andlitsbrúnkuvatn og hvernig er best að nota það

Fyrir þá sem hafa nú þegar prófað andlitsbrúnkuvatn AK Pure Skin þá vita þeir að varan er skyldueign og eitthvað sem er ekki hægt að vera án.

Þessi tilfinning að geta verið förðunarlaus en samt líða fersk og tilbúin fyrir daginn með lítilli sem engri fyrirhöfn. Andlitsbrúnkuvatnið gefur þér ekki bara fallegan sólarljóma heldur jafnar það líka húðlitinn þinn og sparar þér mikinn tíma.

Formúlan í andlitsbrúnkuvatninu inniheldur innihaldsefni sem gefur raka og nærir húðina til að mæta virku innihaldsefnum sem framkalla brúnkuna þar sem það getur þurrkað húðina. Við reynum því að jafna það út til að gefa þér sem bestan árangur.

Eins og ég nefndi áðan innihalda brúnkuvörur virk efni sem framkalla brúnku á efsta lagi húðarinnar. Eftir að hafa borið vöruna á andlit getur það tekið frá 4-8 klst fyrir brúnkuna að þróast og hún getur varað í 4-7 daga. Eftir þann tíma mun húðin náttúrulega losa sig við efsta lagið og þú ert kominn aftur á upphafsstaðinn.

Það getur verið erfitt í fyrstu fyrir suma að nota brúnku húðvörur og sumir hræðast að prufa sig áfram við tilhugsunina að eitthvað fari úrskeiðis. Auðvitað er það eitthvað sem getur gerst og það er ekki auðvelt að laga það fljótt. Hins vegar ef það gerist af einhverjum ástæðum mælum við með að nota andlitsgelskrúbbinn eða andlitshreinsi til að hjálpa húðinni að losa sig við efsta lagið ÁN þess að ofgera því.

Þetta er ástæðan fyrir því að við viljum útskýra vel hvernig á að bera andlitsbrúnkuvatnið á andlitið og þegar þú hefur lært inn á þessa rútínu er mjög auðvelt að framkvæma hana aftur.

Þetta eru fimm helstu skrefin í því hvernig á að nota andlitsbrúnkuvatn:

 1. Skrúbba andlitið kvöldið áður eða sama dag
 2. Berið á þurra og hreina húð.
 3. Notið dropateljarann til að draga upp viðeigandi magn (mælum með cirka 1/2 dropateljara)
 4. Nota hreinar hendurnar til að dreifa andlitsbrúnkuvatninu jafnt yfir andlitið. Gæta þess að blanda vel við hárlínuna, niður hálsinn og enda á strokum niður að viðbeini.
 5. Þvoið hendurnar vel eftir notkun.

Þegar þú notar andlitsbrúnkuvatnið eru engar ákveðnar reglur um hvernig er best að nota það en við mælum með að þú fylgir leiðbeiningunum hér að ofan sem gefur þér hugmyndir hvernig má bæta húðrútínu þína. Svo er það undir þér komið að prófa þig áfram og finna húðrútínu sem hentar þér. Fyrir suma nota þeir andlitsbrúnkukvatn einu sinni í viku á meðan aðrir nota það oftar í viku.

Ef notað að morgni til:

 • Skref 1: Hreinsa húðina
 • Skref 2: Toner (valfrjálst)
 • Skref 3: Serum (við mælum með raka serum)
 • Skref 4: Andlitsbrúnkuvatn (leyfðu formúlunni að fara vel inn í húðina áður en skref 5 er framkvæmt)
 • Skref 5: Rakakrem

Athugið: Það tekur að minnsta kosti 4 klukkustundir þar til brúnkan byrjar að myndast.

Ef notað að kvöldi til:

 • Skref 1: Hreinsa húðina
 • Skref 2: Toner (valfrjálst)
 • Skref 3: Serum (við mælum með raka serum)
 • Skref 4: Andlitsbrúnkuvatn (leyfðu formúlunni að fara vel inn í húðina áður en skref 5 er framkvæmt)
 • Skref 5: Olíu serum

Fleiri ráðleggingar:

 • Ef þú vilt byrja og fá minni brúnku þá mælum við með að blanda andlitsbrúnkuvatninu saman við rakakrem.
 • Bera andlitsbrúnkuvatn á sig eftir að hafa sett raka serum á andlitið (passa að leyfa serum að komast almennilega inn í húðina fyrst).
 • Með því að bera á þig olíu serum þegar andlitsbrúnkuvatnið hefur farið inn í húðina gefur þér aukinn ljóma og lokar rakann inn í húðinni.
 • Geymið andlitsbrúnkuvatnið inn í ísskáp fyrir lengri endingu og ferskleika.
 • Nota sólarvörn ef það er sól úti! Virku innihaldsefnin sem framkalla brúnku gera húðina viðkvæmari fyrir sólinni svo það er mjög mikilvægt að vernda húðina.

Við erum oft spurð hvort þessi vara hentar öllum?

Til að vera 100% heiðarleg er svarið nei. Ástæðan fyrir því er að það er mjög erfitt að alhæfa fyrir allar húðtegundir. Ef þú ert með viðkvæma húð gæti verið betra að nota ekki andlitsbrúnkuvatn en við höfum fengið fólk með viðkvæma húð til að prófa vöruna sem hafa ekki fundið fyrir neinum óþægindum. Vertu meðvituð/meðvitaður þegar þú ert að prófa nýja húðvöru í fyrsta skipti og mikilvægt að halda áfram með sömu húðrútínu og þú ert vön/vanur. Þannig getur þú komist að því fyrr hvort andlitsbrúnkuvatn hentar þér eða ekki.

Okkur þætti vænt um að heyra frá þér og reynslu þinni af notkun andlitsbrúnkuvatns AK Pure Skin.

Þú getur fundið okkur á Instagram @akpureskiniceland eða sent okkur tölvupóst akpureskin@akpureskin.is

Veldu gjaldmiðil