Hver er munurinn á raka serum og olíu serum?

Raki er það mikilvægasta sem húðin þín þarfnast. Við erum oft spurð hver sé er munurinn á olíu serum og raka serum vörunum okkar og hvort eigi að nota þau saman eða í sitthvoru lagi?

Olíu serum og raka serum gegna mismunandi hlutverkum fyrir húðina svo þú getur notað þau saman eða í sitthvoru lagi eftir því hvað húðin þín þarfnast.

Olíu serum

Olíu serum sem veitir húðinni mikinn raka, nærir og bætir áferð húðarinnar. Inniheldur virk andoxunarefni sem vernda húðina ásamt öflugum náttúrulegum olíum sem mýkja og binda raka.

Innihaldsefni:

 • Natural Bisabolol
 • RoseHip Oil
 • Squalane
 • Jojoba Oil
 • Hempseed Oil

Notkunarleiðbeiningar - við mælum með:

 • Berið á þurra og hreina húð.
 • Olíu serum ætti að bera á eftir raka serum og/eða fyrir rakakrem/dagkrem. En að sjálfsögðu má setja olíu serum á andlit eftir að þú hefur sett raka- eða dagkrem. Það fer eftir því hvernig þín húðrútína er vanalega varðandi raka serum og krem.
 • Hægt að nota jafnt kvölds sem morgna eða annaðhvort.

Raka serum

Raka serum inniheldur efni sem eru í smærri sameindum og fer því formúlan hraðar inn í dýpsta lag húðarinnar (þegar borið er saman við olíu serum). Húðin verður þéttari með tímanum og getur unnið á fínum línum og hrukkum. Húðin verður ferskari og með meiri fyllingu.

Innihaldsefni:

 • Sodium Hyaluronic acid
 • Saccharide Isomerate
 • Panthenol
 • Plankton Extracts
 • Caffeine
 • Sodium PCA

Notkunarleiðbeiningar - við mælum með:

 • Berið raka serum á eftir að hafa hreinsað andlitið. Ætti að vera með fyrstu vörunum sem þú berð á húðina eftir hreinsun (t.d. sturtu).
 • Notaðu raka fingurgóma eða berðu á rakt andlit til að gefa hýalúrónsýrunni vatnið sem hún þarf til að bindast.
 • Notið daglega jafnt kvölds sem morgna.

Eins og nefnt hefur verið gegna báðar vörur mismunandi hlutverkum og gefa árangursríkar niðurstöður. Við teljum það hagkvæmt að nota bæði olíu serum og raka serum saman. Raka serum er byggt á vatni og fer dýpra inn í húðina svo það ætti að bera það fyrst á andlit og síðan þegar það hefur farið vel inn í húðina þá er gott að setja á sig olíu serum til að læsa rakann inni.

Veldu gjaldmiðil